20.9.08

Til Berlínarfara

Hæhæ, þið sem eruð að fara til Berlínar, hafið þið eitthvað spáð í að hittast einhversstaðar, fara í samfloti, borða saman t.d. eftir hlaupið... eitthvað? Og hverjir eru eiginlega að fara? Hverjir ætla að hlaupa? Hverjir eru þá áhorfendur? Hafa hótelin sem þið verðið á sent ykkur tilboð um t.d. pastabuffet kvöldið áður og ef svo er, ætlið þið að þiggja það? Væri kannski sniðugt að við reyndum að safnast saman þetta kvöld og innbyrða pasta í hóp? Og kannski þá að hittast líka kvöldið eftir hlaupið eða kannski daginn eftir? Hvenær fljúgið þið út? Og hvenær heim? Látið nú endilega ljós ykkar skína hér í kommentunum, um að gera að nota þessa síðu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

prufa... ég held að maður þurfi að haka við Nafnlaus ef maður er ekki innskráður á blogger, sem fæstir eru

Nafnlaus sagði...

Sælir Berlínarfarar,
Nú er vika í hlaupið.
Ég fór léttan hring í dag og er í ágætu standi, nú er bara að borða vel næstu daga.
Við hjónin förum á fimmtudag með Icelandair til Berlínar og heim á mánudagskvöld með Icelandexpress.
Hótelið okkar er rétt við Brandenburgarhliðið, Adler Kempinski.
Það væri gaman að hittast fyrir og eftir hlaup. Hvað með að hittast í hlaupaskónum við hliðið á laugardagsmorgun??
Á sunnudag eftir hlaup er gaman að hittast þar sem merkt er I eða Iceland, ég var ekki búin að skoða gögnin nógu vel.
Annars skiptir miklu máli að vera í slökun þessa síðustu daga fyrir hlaupið.
Ég hef komið áður til Berlín 1974 og 91, en þekki lítið nútímaborgina. Það verður ótrúlega gaman að fara, ég hlakka mikið til.
Skráningarnúmerið mitt í hlaupinu er F4418, og GSM er 895 6049
Með hlaupakveðjum Vilborg

Nafnlaus sagði...

Ég og börnin mín tvö, 14 og 16 ára ætlum að vera á Park Hotel Blub, sem er sirka miðja vegu milli flugvallarins og Brandenburgarhliðsins. Förum út með Iceland Express á föstudaginn og heim viku seinna. Mér líst vel á að hittast við hliðið á laugardagsmorgni, kannski ekki allt of snemma. Við gætum líka reynt að hittast á messunni þar sem maður nær í keppnisgögnin. Og sá staður er langt frá 17 juni str sýnist mér. Númerið mitt er F4614. GSM 8632573.
Krakkarnir og ég erum farin að hlakka alveg rosalega til. Eftir að við náðum bara einum sólarhring í Berlín í fyrrasumar höfum við öll þrjú verið staðráðin í að fara aftur þangað sem fyrst og hafa þá meiri tíma. Og það er það sem við ætlum að gera núna.
Maraþonkveðjur
Fríða

Eyland sagði...

Sælir hlaupafélagar,
Ég flýg út til Berlínar á föstudeginum og gisti á Hotel Alexander Plaza sem er uþb 2 km frá Branderb.hliðinu. Skráningarnr. mitt er 9106. Með mér í fluginu út á föstudag verður Erla dóttir mín og við fljúgum heim á mánudagskvöld. Eiginkonan Margrét ferðast á sömu dögum en ekki í sömu flugum svo við erum 3. Hafði planað að nálgast gögnin snemma á laugardagsmorgun. Góð hugmynd að hittast við I á eftir, til í allt með hópnum. Síminn minn er 8427821 og hjá Margréti 6609011. Kveðja Einar

Nafnlaus sagði...

Sælir hlauparar

Við Svana förum ut með Icelandair a fimmtudag og heim með sama viku seinna. Hef ekki hugmynd um hvar við gistum en fararstjorinn fræðir mig a þvi uta flugvelli þegar eg "mæti" i ferðina, minnir samt að það se Carlton ekkert langt fra Brandenburgarhliðinu. Hef heldur ekki hugmynd um numerið mitt eða yfir höfuð nokkurn skapaðan hlut annan en að eg a örugglega eftir að half drepa mig a þessari vittleysu :-) GSM mitt er 840-6001 og Svönu er 862-7997
EG er aðeins að hitta ferðaskrfstofufolk þarna uti en utan þess er eg til i allt nema mikil hlaup !!
KK
Steini

Nafnlaus sagði...

Sælir Berlínarfarar!

Gangi ykkur vel ytra. Við sem verðum heima á skerinu hugsum hlýtt til ykkar í baráttunni!
Óskar Þór

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og gangi ykkur vel í hlaupinu. Hvet ykkur til að vera duglega að taka myndir.
Njótið laugardagsins :-), við hugsum hlýtt til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Stríðsöskrið klassíska á vel við hér: KOMASO!