29.10.08

Nú er það svart - allt orðið hvítt

Það blæs ekki byrlega fyrir Einfaranum (Eyrarskokkari í útlegð) á Tröllaskaga. Einfaranum er orðin ljós merking nafngiftarinnar Trölla-skagi það eru bara tröll sem skaga uppúr snjósköflunum á þessum stað.
Það er alkunna að Einfarinn lætu ekkert stoppa sig þegar hlaup eru annarsvegar, hjá honum eru fastar æfinga þrisvar í viku og þá er stokkið af stað. Þannig var það líka um daginn, á slaginu 17.15 stökk vinurinn í gallan og æddi útí veðrið í mót norðan bálinu og hamaðist sem vitfyrrtur væri, þvílíkur var spretturinn. Eftir heljarorustu gegn Kára og öllu hans hyski varð Einfarinn að játa sig sigraðann enda stóð lítið af honum uppúr nema trínið, þarf þá nokkuð til því maðurinn er eitthvað á annan metra.
Til marks um hversu veðurhamurinn var mikill þá mældist hlaupavegalengdin 57,5 m á tímanum 32:28 mín. Hann hefði tekið mynd en hafði engan kubb...

Þið munið svo eftir Súpufundinum á næsta laugardag í Átaki, æfing kl. 9:30, pottur eftir æfingu, súpa eftir pott kl. 11:30-12:00, Berlínarfarar segja sögur. Allir hlauparar velkomnir. (súpan kostar 700kr.)
Kveðja úr Fjallabyggð, Valur Þór

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Valur minn - við fylgjumst spennt með þér. Láttu ekki deigan síga. Halldór A.