15.10.08

Einfarinn og Eyrarskokkari 2008 -Dr. Jekyll and Mr. Hyde

Skokkhópurinn Einfarinn hefur verið nokkuð virkur í Austurbæ Fjallabyggðar nú er búið að setja á fastar æfingar á mán. og mið. kl. 17:15 og lau. kl. 09:30. 100% mæting hefur verið á þær allar að undanskildu síðustu tveimur æfingum, á laugardaginn brá svo við að hópurinn þrefaldaðist og á mánudaginn fjölgaði um helming þegar Dísa vinkona mætti. Það hefur nefnilega kvisast út að HLAUPARI sé kominn í bæinn. Nú er rætt um að breyta nafni hópsins í Fjallaskokk með vísan í Fjallabyggð og ekki síst landslagið því hér hleypur maður annaðhvort út og suður eða upp og niður, semsagt kjöraðsæður til æfinga. Svo er stundum hressilegur norðan garri eða slydduél sem herðir mann bara upp (þá sleppir maður sjósundinu).
Hinsvegar hefur Eyrarskokkari 2008 verið frekar framlágur undanfarið, hann hefur þjáðst af samviskubiti yfir að vera fjarri Eyrarskokki mæta ekki á æfingar með Eyrarskokki nema þá eitthvað um helgar. Hann þjáist líka af meðvirkni og aumingjagæsku og ímyndar sér að enginn annar geti annast hópinn, í öðrulagi þá er Eyrarskokkara 2008 uppfullur af hroka og mikilmennsku, hann heldur því blákalt fram að hópurinn lognist útaf í leiðindum þar sem hans nýtur ekki við til að halda uppi gleði og hressleika. Undirritaður biður ykkur kæru Eyrarskokkarar að taka ekki nærri ykkur bölsýni Eyrarskokkara 2008, heldur halda áfram að mæta hress og kát, maður er manns gaman, líka á hlaupum.
Kv. frá Tröllaskaga, Valur Þór

P.s. það væri gaman að fá fleiri skrifara á síðuna t.d. sendar sögur, fréttir frá hlaupum. það er hægt að senda á netföngin á síðunni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, Valur, ef þú værir ekki þarna lengst í burtu, þá hefðir þú örugglega mætt í dag. Og þannig verið eini karlmaðurinn sem hefði farið með okkur Helgu inn í Kjarnaskóg.

Nafnlaus sagði...

Var í góðu yfirlæti í Mývatnssveit, Sel Hótel Mývatn. Maður þarf nú að hvíla sig annað slagið. kv. Valur