20.10.08

Vetrarhlaup UFA

Um næstu helgi er fyrsta Vetrarhlaup UFA og hefst það kl. 11:00, hlaupið er frá Bjargi, gaman væri að sjá sem flesta, helst alla, Eyrarskokkara mæta (ég er með 60 á póstlista). Það sem meira er, er að nú er boðið uppá liðakeppni, sjá nánar www.ufa.is mér finnst að við Eyrarskokkarar ættum að hafa nokkur lið bæði í kvenna og karla flokkum, við mætum bara tímalega á laugardaginn og ákveðum hverjir verða saman í liði. Eru ekki allir tilbúnir í fjörið?
Það er kostur við Vetrarhlaupið að það er alltaf farinn sami hringurinn maður getur þ.a.l. fylgst með framförum og getu, tilgangurinn með hlaupinu er ekki síst að gefa hlaupurm á öllum getustigum tækifæri á að hittast og hlaupa saman sér til skemmtunar og gleði (ég er ekki viss um að allir hafi sama skilning á skemmtun og hlauparar...) og etja kappi við aðra eða sín persónulegu markmið.
Skokkhópurinn Einfarinn mætir enda búinn að vera í ströngu prógrami yst á Tröllaskaga. Kv. Valur Þór

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að sjálfsögðu mætum við öll í vetrarhlaup á laugardaginn. Það verður gaman að sjá hvernig færðin verður og hvort við þurfum að klöngrast yfir mjög háa skafla :) Það verður bara ennþá meira gaman

Fríða