11.9.08

Hamfarahlaup -undirbúningur

Hér sé stuð, eftirfarandi er tölvupóstur frá Soffíu Gísla vegna undirbúnings fyrir s.k. Hamfarahlaup frá rótum Vatnajökuls niður í Ásbyrgi (aðeins rétt um 200km.) hafi ég smá smugu þá ætla ég með en hvet ykkur til að slá til sem hafið tækifæri á að fara í könnunarleiðangur á sunnudaginn, sjá nánar í eftirfarandi E mail.

Tölvupóstur frá Soffíu
"Jæja kæru félagar, Eyrarskokkarar og aðrir velunnarar.

Nú fer að líða að Kverkfjallaferðinni á sunnudaginn.
Þó nokkrir hafa haft samband og skráð sig til leiks og það er frábært.
Þið sem eruð enn volg, en hafið ekki gert upp hug ykkar, látið í ykkur heyra.
Við ætlum að hittast í Átaki á laugardagsmorguninn kl. 09.00 og skipuleggja ferðina, raða niður á bíla o.fl. (en eins og sagði í fyrri pósti þá reddar Steini Birgis bílum í ferðina)
Áætlað er að hver og einn gangi, hlaupi, skokki nú eða rölti 10 km. (í einu). Ef einhverjir eru hressir eftir þessa fyrstu 10 km. þá geta þeir tekið aðra fimm, nú eða aðra tíu (fer eftir ástandi og áhuga hvers og eins).
Við ætlum okkur að skoða svæðið og skrá niður ef einhverjir erfiðir kaflar reynast á leiðinni.
Ef þið viljið taka áhugasama vini eða fjölskyldumeðlimi með þá er ekkert því til fyrirstöðu, þessi ferð er einungis hugsuð okkur til skemmtunar og vissulega sem mikilvægur undirbúningur Hamfarahlaupsins sem hlaupið verður næsta sumar sem svokallað Pilot hlaup, en sem opið hlaup sumarið 2010. Og hver vill missa af því að taka þátt í svona heimsviðburði sem þessi undirbúningur er ???
Hlakka til að heyra viðbrögðin og hitta ykkur í Átaki á laugardagsmorguninn.
Þið sem ekki komist á laugardaginn í Átak, en ætlið með, endilega hafið beint samband við mig í síma 895-6773 eða með því að svara þessum pósti.
Áætlað er að leggja af stað kl. 06.00 á sunnudagsmorguninn í rjómablíðu :-)

Bestu kveðjur
Soffía"

Engin ummæli: