30.9.08

Haustfagnaður

Góðan daginn ágætu Eyrarskokkarar!

Eins og við höfum áður tilkynnt er næsti laugardagur, 4. október, frátekinn fyrir haustfagnað Eyrarskokkara. Við ætlum sumsé að gera okkur glaðan dag saman – þ.e. þeir sem geta og vilja. Haustið hefur bankað dálítið óþyrmilega á dyrnar og samkvæmt veðurspá verða veðurguðirnir í heldur fúlu skapi til vikuloka. Við teljum því rétt að halda okkur í byggð að þessu sinni og fresta því til betri tíma að glíma við Hlíðarfjallsveginn.

Planið er þetta:

Kl. 15.30 – Skokkað frá Átaki að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit (mig minnir að það sé um 13 km).

Þegar komið verður að Hrafnagili stingur mannskapurinn sér til sunds. Reiknum með klukkutíma eða svo í afslappelsi í sundlauginni.

Kl. 17.30 – 18.00 verður liðið ferjað í bæinn.

Klukkan 19.00 er planaður dinner á veitingastaðnum Strikinu (verðum með norðursal út af fyrir okkur ef við verðum nægilega mörg).

Matseðill:

Fordrykkur

Villisveppasúpa

Nautasteik / kjúklingur (val)
Heit súkkulaðikaka með rjóma/ís

Verð: Kr. 4.800


Það er ljóst að einhver góður maður tekur að sér að ferja dót fólks í bíl fram á Hrafnagil (föt, sundföt o.fl.). Þessum flutning verður sumsé reddað.


Þið sem annað hvort viljið skokka á laugardaginn og/eða fara í dinnerinn á Strikið, vinsamlegast svarið þessum pósti. Við þurfum sumsé að vita fjölda þátttakenda vegna fólksflutninga frá Hrafnagili og einnig þurfum við að láta þá á Strikinu vita af fjölda fólks í mat eigi síðar en um hádegi á föstudag. Þess vegna þarf ég að vera búinn að fá svar eigi síðar en á fimmtudagskvöld. (Makar velkomnir)


Bestu kveðjur,

Undirbúningsnefndin – Óskar Þór og Gugga

Engin ummæli: