26.10.08

Vetrarhlaup UFA og súpufundur

Heilir og sælir Eyrarskokkarar þá er fyrsta Vetrarhlaupi UFA lokið og stóð það svo sannarlega undir nafni, því vetur konungur hefur gert sig heimakominn, svona rétt til að árétta hvar við búum. Það var ekkert leiðinlegt að hlaupa (tippla) þó maður skrypplaði í hverju skrefi, þetta er partur af uppákomunni að búast við hveju sem er. Það var líka ánægjulegt að hitta gamla hlaupafjélaga bæði úr Eyrarskokki og aðra sem maður hefur hlaupið með á undanförnum árum. Tilvera Eyrarskokks hefur svo sannarlega sínt framá mikilvægi sitt á Akureyri t.d. voru 1/3 hlauparanna í Vetrarhlaupinu hlauparar sem æfa reglulega með Eyrarskokki og þó nokkrir í viðbót sem koma af og til á æfingar, enda er öllum frjálst að koma hvenær sem er, bæði til að hlaupa reglulega og eða bara til að taka stakar æfingar.

Súpufundur
Eitt af því sem við Eyrarskokkarar höfum gert til að styrkja félagslegu hliðina er að hittast á s.k. súpufundum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, þá er mætt á laugardagsæfingu kl. 9:30, farið í heitapottinn í Átaki á eftir og borðuð súpa í hádeginu. Við höfum gjarnan fengið einhvern til að tala um reynslu sína af hlaupum eða verið með kynningu og fræðslu. Fyrsti súpufundur vetrarins verður á laugardaginn 1. nóvember eftir æfingu og pott (byrjar c.a. 11:30-12:00) súpan kostar 700kr. Að þessu sinni ætlum við að fá Berlínarfara 2008 til að rabba um hlaupið og aðdraganda þess.
Nýjustu fréttir
Hlauparar hafa ekkert farið varhluta af ástandi mála í þjóðfjélaginu undanfarið frekar en aðrir landsmenn. Allt er á hraðri niðurleið og bölsýni plagar landann sem aldrei fyrr. Til að létt brúnina á hlaupurum þá vil ég benda á tækifæri sem fylgja ástandinu, það hefur lengi verið talið til þrekrauna að hlaupa heilt maraþon en nú er von fyrir þjóðina að vera fyrsta þjóðin til að ná því marki að 85% þjóðarinnar fari maraþon. Ég hef það eftir áræðanlegum heimildum að vegna hruns bankanna verði næsta Glitnismaraþon 4.2km...

Kveðja, Valur Þór

P.S. ég hef verið að velta fyrir mér hversvegna svo fáir commentera á síðuna okkar, til að auðvelda ykkur það þá er það gert þannig, klikka á "comment" undir frétt, skrifið ykkar athugasemd með nafni, síðan klikkið þið á "nafnlaust" og síðan á "PUBLIS YOUR COMMENT". Látið nú í ykkur heyra, Eyrarskokkarar og aðrir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líst vel á súpufundinn og það verður gaman að heyra lýsingu Berlínarfara.

kv/Börkur