Ja nú þykir mér tíra, Erarskokkið er alltaf að taka framförum nú erum við komin á alnetið þannig að öll heimsbyggðin getur nú fylgst með okkur. Það vill svo vel til að innan okkar raða eru nokkur tæknitröll sem kunna allskonar kúnnstir á tölvuna sína, þar á meðal er hún Fríða sem setti upp þessa fínu bloggsíðu fyrir okkur Eyrarskokkara og áhangendur. Takk fyrir það Fríða og til hamingju Eyrarskokkarar. Það er vel þegið að fá efni frá ykkur Eyrarskokkaraf bæði myndir og hugleiðingar til að setja inn á síðuna, en það ætlum við að vera með upplýsingar um æfingarnar, um mót og allt það helsta sem er á döfinni hverju sinni.
Tröllaskagatíðindi
Það sem helst er að frétta héðan úr fjallasalnum yst á Tröllaskaga er að ég hef reynt að komast reglulega út að hlaupa og er smátt og smátt að tæla gamala feita vini mína og annað ágætisfólk með mér þó oftast sé ég einn á ferð. Hér háttar þannig til að annaðhvort hleypur maður í norður og/eða suður eða upp í fjall og niður aftur, það er eiginlega enginn millivegur þar á. Ég hef kosið að hlaupa mest í fjöllunum eftir kindaslóðum það finnst ´mér gaman og góð tilbreyting frá malbikinu í menningarbænum svo er ég að æfa fyrir fyrstu smalaferð haustsins. Enda ég það lélegur hestamaður að mönnum þykir best (bæði fyrir hestinn og mig) að hafa mig skoppandi um koppagrundir.
Annars hlakka ég til að koma til Akureyrar um helgar og taka á sprett með Eyrarskokkurum á laugardögum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Best að vera fyrst til að kommenta og ganga á undan með góðu fordæmi. Hugsunin er nefnilega sú að við getum notað þennan vettvang til að skiptast á skoðunum og segja bara allt sem okkur liggur á hjarta. Mér til dæmis finnst það ægilega fyndin tilhugsun að Valur skuli vera að tæla gamla og feita vini svona.
Fríða
Skrifa ummæli